Fiðlarinn á þakinu – hátíðarsýning
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, í samstarfi við Óperufélagið Norðuróp, setur upp söngleikinn „Fiðlarinn á þakinu“ helgina 15. – 17. nóvember. Tilefnið er 20 ára afmæli bæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Óperufélagsins Norðuróps á þessu ári.
Allar helstu upplýsingar, miðasala og hlutverkaskipti er hægt að nálgast í flipanum hér að ofan.
Vetrarfrí
Tónlistarskólinn er í vetrarfríi mánudaginn 28. okt og þriðjudaginn 29. okt.
Starfsdagur 27. sept
Föstudaginn 27. sept er starfsdagur hjá kennurum og stjórnendum skólans, öll kennsla fellur niður þann dag. Skrifstofan er opin.
Upphaf starfsársins 2019-2020
Nú er allt starfsfólk komið til starfa að skipuleggja komandi starfsár. Skrifstofan er opin og allir þeir nemendur sem hafa fengið úthlutað plássi eiga að vera komin með staðfestingu á því.
Umsjónakennarar munu hafa samband á næstu dögum og úthluta sínum nemendum tímasetningum, bæði fyrir einkatíma og hóptíma.
- Þriðjudagur 27. ágúst: Hljóðfæra- og söngkennsla hefst.
- Mánudagur 2. september: Kennsla í tónfræðagreinum hefst.
- Hljómsveita- og samspilsæfingar, sem og hóptímar innan söngdeildar, hefjast eins fljótt og unnt er.
Að lokum
SKÓLASLIT 2019
Skólanum var slitið síðasta föstudag 24. maí. Á þeirri athöfn fengu nemendur sem lokið höfðu grunn- og miðprófum í hljóðfæraleik og söng prófskírteini sín ásamt nemendum sem höfðu lokið miðprófi í tónfræðigreinum.
Haraldur Árni skólastjóri fór yfir það allra helsta sem var á döfinni í vetur og boðið var upp á tónlistaratriði frá Bjöllukór skólans og kom Bergur Daði Ágústsson trompetnemandi einnig fram.
Í lok athafnar voru Hvatningaverðlaun Íslandsbanka veitt, en þau verðlaun eru veitt einum nemanda sem hefur skarað fram úr þann veturinn og var það slagverksnemandinn Kristberg Jóhannsson sem hlaut þau. Útibússtjóri Íslandsbanka Sighvatur Gunnarsson veitti verðlaunin.
SKRIFSTOFAN OG NÝJAR UMSÓKNIR
Það er alltaf opið fyrir nýjar umsóknir (hnappur hér að ofan), en ef nemandi vill eiga möguleika á því að komast að næsta skólaár, er mjög æskilegt að sótt sé um í síðasta lagi 7. júní n.k. Eftir þann dag verður unnið úr nýjum umsóknum. Þeir sem fá skólavist, fá tilkynningu um það í tölvupósti. Aðrar umsóknir fara á biðlista.
Skrifstofa skólans verður lokuð frá mánudeginum 27. maí til þriðjudagsins 11. júní. Hún verður þá opin til og með föstudeginum 14. júní. Eftir það verður hún lokuð til 19. ágúst.
Innritun og skólaslit
INNRITUN
Nú er heppilegur tími til að sækja um skólavist fyrir skólaárið 2019-2020.
Enn eru nokkur laus pláss fyrir nýja nemendur, m.a. á trompet, horn, básúnu, túbu, klarinett, þverflautu, saxófón, rafbassa, harmoníku, fiðlu.
Einnig getum við bætt við okkur örfáum nemendum í Suzuki-blokkflautu og Suzuki-píanó.
Sækja skal um hér á vefnum undir hnappnum „Nýjar umsóknir“.
Því fyrr sem sótt er um, því meiri líkur eru á að komast að.
SKÓLASLIT
Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, föstudaginn 24. maí kl. 18.00.
Tónlistaratriði. Afhending prófskírteina. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka veitt.
Allir hjartanlega velkomnir
SKRIFSTOFAN
Skrifstofa skólans verður lokuð frá mánudeginum 27. maí til þriðjudagsins 11. júní. Hún verður þá opin til og með föstudeginum 14. júní.
Eftir það verður hún lokuð til 19. ágúst.
Vetrarlok
Nú styttist í annan endann á þessum vetri og tónleikavertíðin að hefjast. Hér til hliðar á viðburðadagatali okkar eru komnir inn allir tónleikar vorsins, bæði einkatónleikar og hljómsveitatónleikar.
Skólaslit fara fram föstudaginn 24. maí kl.18:00 í Stapa og er gert ráð fyrir því að allir nemendur skólans komi á þau. Þar fá nemendur afhent vitnisburðarblöð með einkunnum og umsögnum kennara sinna.
Fréttabréf Tónlistarskólans, Tónvísir, er einnig komið út og hægt að nálgast það hér eða í flipanum að ofan!
1. maí
1. maí – Baráttudagur verkamanna er frídagur og engin kennsla.
Ísland – Finnland
Ekki fótboltaleikur heldur tónleikar!
Strengjasveit skipuð nemendum frá bænum Valkeakosky í Finnlandi heldur tónleika í Stapa, Hljómahöll, ásamt strengjanemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Tónleikarnir verða laugardaginn 27. apríl og hefjast kl. 15.
Finnsku gestirnir flytja sérstaka efnisskrá og síðan leika hóparnir þrír saman. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.