Innritun og skólaslit

INNRITUN

Nú er heppilegur tími til að sækja um skólavist fyrir skólaárið 2019-2020.
Enn eru nokkur laus pláss fyrir nýja nemendur, m.a. á  trompet, horn, básúnu, túbu, klarinett, þverflautu, saxófón, rafbassa, harmoníku, fiðlu.
Einnig getum við bætt við okkur örfáum nemendum í Suzuki-blokkflautu og Suzuki-píanó.
Sækja skal um hér á vefnum undir hnappnum „Nýjar umsóknir“.
Því fyrr sem sótt er um, því meiri líkur eru á að komast að.

SKÓLASLIT

Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, föstudaginn 24. maí kl. 18.00.
Tónlistaratriði. Afhending prófskírteina. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka veitt.
Allir hjartanlega velkomnir

SKRIFSTOFAN

Skrifstofa skólans verður lokuð frá mánudeginum 27. maí til þriðjudagsins 11. júní. Hún verður þá opin til og með föstudeginum  14. júní.
Eftir það verður hún lokuð til 19. ágúst.

Vetrarlok

Nú styttist í annan endann á þessum vetri og tónleikavertíðin að hefjast. Hér til hliðar á viðburðadagatali okkar eru komnir inn allir tónleikar vorsins, bæði einkatónleikar og hljómsveitatónleikar. 

Skólaslit fara fram föstudaginn 24. maí kl.18:00 í Stapa og er gert ráð fyrir því að allir nemendur skólans komi á þau. Þar fá nemendur afhent vitnisburðarblöð með einkunnum og umsögnum kennara sinna. 

Fréttabréf Tónlistarskólans, Tónvísir, er einnig komið út og hægt að nálgast það hér eða í flipanum að ofan!

Ísland – Finnland

Ekki fótboltaleikur heldur tónleikar!

Strengjasveit skipuð nemendum frá bænum Valkeakosky í Finnlandi heldur tónleika í Stapa, Hljómahöll, ásamt strengjanemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Tónleikarnir verða laugardaginn 27. apríl og hefjast kl. 15.
Finnsku gestirnir flytja sérstaka efnisskrá og síðan leika hóparnir þrír saman. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Tónleikar á næstunni

Fimmtudaginn 21. mars blæs Forskóli 2 til stórtónleika og fær með sér í lið eldri lúðrasveit skólans og rokkhljómsveit. Tónleikarnir eru tvennir og eru í Stapa. 
Í Forskóla 2 eru allir nemendur 2. bekkjar í Reykjanesbæ, þau hafa æft af kappi vænlega efnisskrá í allan vetur undir handleiðslu kennara frá Tónlistarskólanum.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl.17 og koma þar fram nemendur úr Akurskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Stapaskóla.
Seinni tónleikarnir hefjast kl.18 og koma þar fram nemendur úr Háaleitisskóla, Heiðarskóla og Njarðvíkurskóla.
Tónleikarnir henta öllum aldurshópum og er aðgangseyrir enginn.

Mánudaginn 25. mars er komið að elstu nemendum skólans þar sem tónleikar lengra kominna nemenda fara fram í Bergi kl.19:30. Þar koma fram okkar elstu og færustu nemendur og sýna fram á snilli sína með fjölbreyttri og skemmtilegri dagsskrá. Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir enginn.

Lúðrasveitatónleikar

Fimmtudaginn 7. mars fara fram lúðrasveitatónleikar í Stapa kl.18. Þar koma fram yngri og eldri sveit skólans og flytja fjölbreytta og skemmtilega dagsskrá. Það eru allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Dagur tónlistarskólanna

Dagur Tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar laugardaginn 9. febrúar. Dagsskráin hefst á tónleikum Forskóla 2 kl.10:30 í Stapa þar sem þau flytja tvö lög ásamt hljómsveit skipuð kennurum skólans. Strax í kjölfarið er síðan þessum nemendum og öðrum áhugasömum boðið í hljóðfærakynningu þar sem þau fá tækifæri til að leika á hljóðfæri og fá leiðsögn frá kennurum skólans.
Á meðan á hljóðfærakynningunni stendur, frá kl.11:00, fara fram tónleikar með ýmsum samleikshópum á Torginu á 2. hæð skólans. 
Kaffihús Bjöllukórs TR verður opið frá kl.10.30 – 12.30 þar sem ljúffengar veitingar verða á vægu verði. Ágóðinn rennur í ferðasjóð Bjöllukórsins.